1 feb. 2000Úrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ&RENAULT fara fram á laugardaginn kemur. Leikirnir fara fram í Laugardalshöll eins og vanalega og búast má við því að kátt verði í Höllinni því útlit er fyrir jafna og spennandi leiki. Í kvennaflokki leik ÍS og Keflavík kl. 14:00 og karlaleikurinn hefst kl. 17:00. Þar mætast KR og UMFG. Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á SÝN.