18 des. 1999KFÍ vann sinn fyrsta heimasigur í úrvalsdeildinni í vetur á föstudagskvöld er liðið lagði Hauka 82-77. KFÍ hafði fyrir leikinn tapað fyrstu fjórum heimaleikjunum sínum í ár fyrir Hamar, Tindastól, Njarðvík og Þór frá Akureyri en í fyrra unnust 7 af 11 leikjum liðsins í Jakanum. KFÍ hélt með þessum sigri 100% sigurhlutfalli sínu gegn Haukum en Haukar hafa aldrei unnnið KFÍ á Ísafirði í úrvalsdeildinni en liðin hafa mæst fjórum sinnum.