17 sep. 1999Helgi Jónas Guðfinnsson landsliðsmaður átti góðan leik með liði sínu Telindus Antwerpen í forkeppni Korac cup í gær. Antwerpen vann góðan sigur, 95-57, á Basket Sparta frá Lúxemburg á útivelli. Helgi Jónas lék inná í 13 mínútur í leiknum og gerði 11 stig. Síðari leikur liðanna verður 21. september í Belgíu.