8 ágú. 1999Íslendingar luku keppni í Evrópukeppni unglingalandsliða, 18 ára og yngri, í dag með sigri á Hollendingum 54-48. Helgi Margeirsson var stigahæstur með 14 stig, Jakob Sigurðsson skoraði 11, Jón Arnór Stefánsson 9, Hjalti Kristinsson 8 (11 fráköst), Þórður Gunnþórsson 5, Ómar Sævarsson 4 (7 fráköst) og Andri F. Ottóssn 3 stig. Í lok mótsins var Jón Arnór Stefánsson kosinn besti leikmaður mótsins auk þess að vera valinn í Stjörnulið mótsins. Lokastaða mótsins varð sú að Belgar urðu í 1. sæti með 4 sigra, Íslendingar í 2. með 4 sigra, Tyrkir í 3. einnig með 4 sigra, öll þessi lið komast í næstu umferð Evrópukeppninnar. Hollendingar, Portúgalir og Írar sitja eftir.