5 ágú. 1999Unglingalandslið karla 20 ára og yngri tapaði fyrir Pólverjum, 89-96 (53-47), í Evrópukeppni pilta í Malmö í Svíþjóð í gærkvöld. Íslenska liðið lék frábærlega í fyrrihálfleik þar sem hvert 3ja stiga skotið á fætur öðru rataði í körfuna. Slæmur kafli í byrjun seinni hálfleiks hleypti Pólverjunum inn í leikinn aftur og þeir reyndust svo sterkari í lokin þar sem stóru mennirnir voru komnir í villuvandræði eftir erfiða baráttu við hávaxið lið Pólverja, sem var skipað 8 leikmönnum yfir 2 metra. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 19 (5/6 í 3ja), Morten Szmiedowicz 18, Sæmundur Oddsson 14 (7 fráköst), Jón N. Hafsteinsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 9 (3/3 í 3ja), Örlygur Sturluson 8 (6 stoðs.), Sævar Sigurmundsson 4, I. Magni Hafsteinsson 3 og Ísak Einarsson 3. 18 ára og yngri landsliðið tapaði aftur á móti fyrir Tyrkjum, 58-66 (29-28), á Írlandi. Íslendingar spiluðu góða vörn, en varnarleikurinn var afar slakur, 0/21 í 3ja stiga skotum, og var aðeins ein karfa skoruð utan teigs. Tyrkir voru líkt og Pólverjar með hávaxið lið, 8 menn yfir 2 metra. Hlynur Bæringsson var lang bestur Íslendinga í leiknum, skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig og aðrir minna.