Félög - áhorfendafjöldi

ÁHORFENDAFJÖLDI FÉLAGA
Samþykktur fjöldi í áhorfendastúku.

Til samræmis við 3. gr, reglugerðar heilbrigðisráðherra nr. 190/2021 dags. 24. febrúar 2021 er heimilt að hafa að hámarki 200 áhorfendur á íþróttaviðburðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum og ekki andspænis hvor öðrum. Númera skal sæti svo 1m er að lágmarki í næsta áhorfanda á alla kanta. Áhorfendur skulu sitja í því sæti sem þeim er úthlutað, ekki er leyfilegt að skipta á sætum.
  • Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala, símanúmer og sæti. Geyma þarf upplýsingar um áhorfendur í tvær vikur eftir viðburð vegna rakningar.
  • Miðasala þarf að vera rafræn og skráning áhorfenda fari fram við miðakaup/sölu.
  • Allir gestir noti andlitsgrímu.
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri. Á við um börn og fullorðna.
  • Veitingasala er heimil samanber skilyrði þar um.
  • Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburð, í hléi og eftir viðburð.
  • Að hver áhorfandi hafi 2m2 rými á ytra svæði (stærð áhorfendasvæðis / 2 = hámarksfjöldi áhorfenda). Skila þarf inn upplýsingum um stærð áhorfendasvæðis til sérsambands.

Sé félag ekki með skráðan leyfðan hámarksfjölda áhorfenda á listanum er aðeins hægt að taka við 36 áhorfendum í stúku.


FÉLAG LEIKVÖLLUR ÁHORFENDASVÆÐI M2 ÁHORFENDAFJÖLDI
Breiðablik  Smárinn  380 m2  190
Fjölnir Dalhús 500 m2     Í vinnslu
Grindavík HS Orku höllin  214,5 m2  Í vinnslu
Hamar Hveragerði  203 m2  Í vinnslu
Haukar  Ásvellir  417 m2 200
Hrunamenn Flúðir  100 m2 Í vinnslu
Höttur  MVA-höllin  227 m2  Í vinnslu
ÍR Hertz-hellirinn  200 m2  Í vinnslu
Keflavík  Blue höllin     400 m2 200 (160 í númeruðum sætum)
KR  DHL höllin  560 m2  255 (tvö hólf)
Njarðvík  Njarðtaks gryfjan  180 m2  90
Selfoss Vallaskóli  220 m2  Í vinnslu
Skallagrímur Borgarnes     202,9 m2  101 
Snæfell Stykkishólmur 141 m2 Í vinnslu
Stjarnan  Mathús Garðabæjar höllin 412 m2  Í vinnslu
Tindastóll Sauðárkrókur  375 m2  Í vinnslu
Valur Origo höllin     500 m2  200
Vestri  Ísafjörður  120 m2  Í vinnslu
Þór Ak. Höllin Akureyri  506,7 m2 200
Þór Þ. Icelandic Glacial höllin  283 m2  141

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira