Úrvalsbúðir


KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa hvers árgangs líkt og gert hefur verið undanfarin ár og skilað góðum árangri. Úrvalshóparnir, sem eru undanfari yngri landsliða Íslands, munu æfa undir leiðsögn reyndra þjálfara ásamt vel völdum gestaþjálfurum. Þar verður farið yfir ýmis tækniatriði á stöðvaræfingum eins og skottækni, sendingatækni, boltameðferð, sóknarhreyfingar og varnarleik og svo verður einnig spilað í liðum.

Það eru þjálfarar félaganna sem tilnefna sína leikmenn í búðirnar en í sumar eru æfingabúðirnar fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru árin 2008, 2009 og 2010. Eingöngu boðaðir leikmenn geta skráð sig til þátttöku.

Æfingabúðirnar verða haldnar yfir tvær helgar í sumar og fara þær fram laugardaginn og sunnudaginn 12.-13. júní og 21.-22. ágúst

Hvar verður æft?
Staðsetningar búðanna eru í vinnslu og verða kynntar á kki.is þegar nær dregur.

ATHUGIÐ: Sá fyrirvari er settur á boðið í búðirnar að þær fara eingöngu fram ef allt verður í lagi áfram í þjóðfélaginu og þær leyfðar af hálfu yfirvalda sóttvarna og annara aðila vegna COVID-19 faraldursins. 

Þá eru foreldrar eru beðnir um að virða að áhorf inni í íþróttahúsi er ekki í boði á meðan æfingar fara fram.

Skráning:
SKRÁNINGARFORMIÐ til að merkja mætingu er að finna hérna


Greiðslur:
Þátttökugjald fyrir hvern leikmann í Úrvalsbúðum 2021 er 8.000 kr. samtals fyrir báðar helgarnar í sumar. Foreldrar eru beðnir um að millifæra fyrir fyrstu æfingahelgina í heimabanka og senda kvittun með nafni barns og fæðingarári. Það er mikilvægt svo hægt sé að merkja rétt við greiðslur. 

Reikningur: 0121-26-1369   
Kennitala: 7101691369   
Upphæð: 8.000 kr. (Helgi 1 + helgi 2)  
Kvittun: kki@kki.is (taka fram nafn og fæðingarár leikmanns
)

Foreldrar eru beðnir um að skrá og staðfesta mætingu hér á kki.is (til hliðar á spássíu undir „Skráning“ til að hægt sé að halda utan um mætingu og netföng foreldra. Þá er hægt að senda skilaboð einnig fram að æfingabúðunum ef þurfa þykir.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira