HM 2023

 

UNDANKEPPNI HM 2023 · LANDSLIÐ KARLA
Ísland leikur í annað sinn í sögunni í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, en liðið komst áfram úr fyrri umferðinni í fyrsta sinn þar sem leikið var með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi. Þrjú lið fóru áfram í aðra umferð og hefur Íslenska liðið þar með tryggt sér sæti í undankeppni EuroBasket 2025 sem hefst næsta haust.

Í annarri umferðinni bættust við þrjú lið úr öðrum riðli sem mynda sex liða riðil. Þar taka liðin með sér stigin úr fyrri umferðinni og leika heima og að heiman gegn þessum nýju liðum. Ísland fékk því leiki gegn liðum Spánar, Georgíu og Úkraínu. Til að komast á lokamót HM þurfa lið að vera í topp þrem sætunum í þessum seinni riðli.

Núna í febrúar á Ísland sína næstu og jafnframt síðustu tvo leikina í riðlinum, en fyrst verður leikið á heimavelli gegn Spáni, sem eru ríkjandi heims- og evrópumeistarar, þann 23. febrúar í Laugardalshöllinni og svo ytra í lokaleiknum gegn Georgíu 26. febrúar. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV. Sá síðari fer fram í Tbilisi í Georgíu og verður sýndur beint á RÚV2 kl. 16:00 að íslenskum tíma (20:00 í Georgíu).

KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að koma og styðja við bakið á strákunum í þessum loka heimaleik undankeppninnar.

MIÐASALA Á ÍSLAND-SPÁN:
Miðasala verður á STUBB (www.stubbur.app) - Sækja þarf appið á síma, skrá sig inn og greiða með korti.
Miðaverð verður 2.500 kr. fyrir 16 ár og eldri en 1.000 fyrir 15 ára og yngri

Takmarkað sætaframboð - ATHUGIÐ: KKÍ A-aðgöngukort gilda fram á þriðjudaginn 21. febrúar.


Staðan:
Ísland er fyrir febrúar í 4. sæti og gæti átt möguleika á 3. sæti í lokaleiknum gegn Georgíu ytra. Þá yrði liðið að vinna með +4 stiga mun ef sú staða verður uppi fyrir lokaleikinn, þar sem Georgía vann með þrem stigum í Laugardalshöllinni.

Spánn og Ítalía hafa tryggt sér sæti á HM með efstu tveim sætum riðilsins, en þriðja sætið gefur lokasætið á HM sem fram fer í Indónesíu, Filipseyjum og Japan í lok sumars 2023.

MIÐASALA Á ÍSLAND-SPÁNN 23. febrúar hafin og er einögngu rafrænt á STUBBUR appinu.

Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/basketballworldcup/2023/european-qualifiers

Úrslit leikja í annarri umferðinni:
Júlí 2022: Ísland 67:66 Holland
Ágúst 2022: Spánn 87:57 Ísland
Ágúst 2022: Ísland 91:88 Úkraína
Nóvember 2022: Ísland 85:88 Georgía
Nóvember 2022: Úkraína 79:72 Ísland

Næstu leikir:
Ísland-Spánn · Laugardalshöll 23. febrúar kl. 19:45 · RÚV
Georgía-Ísland, Tbilisi, 26. febrúar kl. 16:00 (að íslenskum tíma) · RÚV

#korfubolti

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira