HM 2023


UNDANKEPPNI HM 2023 · LANDSLIÐ KARLA
Ísland á heimaleik í febrúar 2022 gegn Ítalíu þann 24. febúar í WorldCup 2023 Qualifiers keppni FIBA. Leikið verður í Ólafssal á Ásvöllum í HafnarfirðiLeikurinn hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á RÚV2. 

KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að koma og styðja við bakið á strákunum í þessum fyrsta heimaleik í 2 ár! Ísland er í riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi. Leikið er heima og að heiman. Efstu þrú liðin fara áfram í aðra umferð þar sem þrjú liði bætast við úr öðrum riðli. Efstu þrjú þar eftir að nýju liðin hafa leikið eins gegn hvort öðru tvisvar fara á lokamót HM 2023. Ísland situr í þriðja sæti síns riðils eftir tvo leiki með einn sigur og eitt tap en liði leikur báða leiki sína gegn Ítalíu í þessum febrúar-landsliðsglugga.

Næsti leikur liðsins eftir heimaleikinn verður ytra í Palladozzo-höllinni í Bologna á Ítalíu sunnudaginn 27. febrúar.

MIÐASALA Á ÍSLAND-ÍTALÍA:
Miðasala er hafin á STUBB HÉRNA
Miðaverð verður 2.500 kr. fyrir 16 ár og eldri en 1.000 fyrir 5-15 ára.

Heimasíða keppninnar er: fiba.basketball/basketballworldcup/2023


Í sumar verður svo lokagluggi þessar fyrri umferðar riðilsins en þá verða heimaleikir gegn Hollandi og Rússlandi leiknir á Íslandi. Eftir þá leiki verður ljóst í hvaða sæti Ísland lendir upp á framhaldið í keppninni.

NÆSTU LEIKIR:

Febrúar 2022:

ÍSLAND-ÍTALÍA24. febrúar (heima)
 ÍTALÍA-ÍSLAND27. febrúar (úti)


Júlí 2022:

ÍSLAND-HOLLAND1. júlí (heima)
ÍSLAND-RÚSSLAND4. júlí (heima)


Ágúst 2022:

(á eftir að koma í ljós)ágúst 22.-29.
(á eftir að koma í ljós)
ágúst 22.-29.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira