11 des. 2024

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í sex agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 20/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Skarphéðinn Árni Þorbergsson, leikmaður Selfoss, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Ármanns gegn Selfoss, sem fram fór þann 23 nóvember 2024.

Agamál 22/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls gegn Álftanesi sem fram fór þann 29. nóvember 2024.

Agamál 25/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Viktor Jónas Lúðvíksson, leikmaður KFG, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Selfoss gegn KFG, sem fram fór þann 2 desember 2024.

Agamál 26/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Svavar Stefánsson, leikmaður Selfoss, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Selfoss gegn Sindra, sem fram fór þann 6 desember 2024.

Agamál 27/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður Álftanes, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Álftanes gegn Stjörnunni, sem fram fór þann 6 desember 2024.

Agamál 28/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gunnar Ólafsson, leikmaður Fjölnis, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis gegn Þórs Akureyri, sem fram fór þann 6 desember 2024.