22 sep. 2022

Heimsmeistaramót kvenna hófst í dag í Ástralíu en þar fer keppninn fram að þessu sinni í Sydney.  Keppnin stendur yfir dagana 22. september til 1. október þegar úrslitaleikurinn fer fram. Alls eru 12 lönd sem taka þátt og þar af eru fjögur lönd frá Evrópu, meðal annars Bosnía, sem lék nýlega með íslandi í riðli fyrir undankeppni EM. 

Bandaríska liðið er núverandi meistari og hefur unnið sl. fjögur heimsmeistaramót (2010, 2014, 2018 og 2022).

A-riðill:
Bandaríkin
Belgía
Bosnía
Kína
Púertó Ríkó
S-Kórea

B-riðill:
Ástralía
Frakkland
Japan
Kanada
Malí
Serbía

Eftir riðlakeppnina verða leikin 8-liða úrslit með útslætti. Hægt er að sjá allt um leikina, tölfræði og fleira á heimasíðu keppninnar hérna: fiba.basketball/womensbasketballworldcup/2022

Hægt er að kaupa aðgang að öllum leikjum mótsins fyrir €16 gjald í streymisveitu FIBA sem heitir Courtside 1891:
www.courtside1891.basketball/