16 jún. 2022Landslið karla er að hefja undirbúning sinn um helgina fyrir landsleikinn í undankeppni HM 2023 þegar liðið leikur síðasta leik sinn í fyrstu umferð keppninnar gegn Hollandi í Ólafssal í Hafnarfirði. Leikurinn fer fram föstudaginn 1. júlí kl. 20:00 og er miðasala hafin á STUBB-miðasöluappinu. (sjá nánar hér: www.kki.is/hm2023)

Craig Pedersen landsliðsþjálfari og aðstoðarþjálfarar hans, þeir Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson, hafa boðað í upphafi leikmenn til æfinga sem æfa saman á morgun föstudag og laugardag. Úr þeim hópi munu þeir svo boða til áframhaldandi æfinga þá leikmenn sem koma til móts við annan hóp leikmanna landsliðsins sem hefja æfingar í kjölfarið á þessum fyrstu æfingum. Það verður þá endanlegur lokahópur sem undirbýr sig áfram næstu tvær vikur fyrir þennan mikilvæga leik gegn Hollandi. 

Ísland sigraði í fyrri leiknum ytra en bæði lið eru komin áfram í keppninni í aðra umferð keppninar sem hefst í ágúst eftir að FIBA útilokaði Rússland frá frekari þátttöku í riðlinum. Í annarri umferð munu Spánn, Georgía og svo annaðhvort Úkraína eða Norður-Makedónía fara saman í riðil ásamt Íslandi, Ítalíu og Hollandi. Því skiptir hver sigur máli áfram því uppsöfnuð stig fara með liðunum í hinn nýja riðil. Næstu landsliðsgluggar verða svo í nóvember 2022 og febrúar 2023 en eftir þá skýrist endanlega hvaða þrjú lið af þessum sex fara á sjálft lokamót HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland kemst í aðra umferð í undankeppni HM.

Þeir leikmenn sem hafa verið boðaðir í fyrsta æfingahópinn og æfa um helgina eru eftirtaldir leikmenn:
Almar Orri Atlason · KR
Bjarni Guðmann Jónsson · Fort Hayes St., USA
Davíð Arnar Ágústsson · Þór Þorlákshöfn
Dúi Þór Jónsson · Þór Akureyri
Gunnar Ólafsson · Stjarnan
Hákon Örn Hjálmarsson · Binghamton, USA
Hilmar Pétursson · Breiðablik
Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan
Hilmir Hallgrímsson · Vestri
Hugi Hallgrímsson · Vestri
Júlíus Orri Ágústsson · Caldwell, USA
Kristinn Pálsson · Grindavík
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Ragnar Örn Bragason · Þór Þorlákshöfn
Róbert Sean Birmingham · Baskonia, Spánn
Sigurður Pétursson · Breiðablik
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Snorri Vignisson · Hague Royals, Holland
Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA
Sveinn Búi Birgisson · Valur
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Veigar Áki Hlynsson · KR
Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík
Þórir G. Þorbjarnarson · Landstede, Holland
Þorvaldur Orri Árnason · KR

Aðrir leikmenn sem voru boðaðir til æfinga en eru frá vegna meiðsla voru:
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan, Dagur Kár Jónsson, Stjarnan og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastóll.

Heimasíða keppninar: fiba.basketball/basketballworldcup/2023/european-qualifiers

#korfubolti