23 maí 2022

Opnað hefur verið fyrir skráningu þátttökuliða í úrvals- og 1. deildir karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2022-2023. Skráning stendur yfir til kl. 23:59 þann 31. maí. Sömuleiðis er skráning opin í bikarkeppni meistaraflokka fyrir leiktíðina 2022-2023.

Frekari upplýsingar vegna skráningar fyrir 2022-2023 keppnistímabilið eru veittar í gegnum kki@kki.is. Vakin er athygli á að félög skulu tilkynna þátttöku í Íslandsmót og bikarkeppni sem hér segir:
fyrir 1. júní:

  • úrvalsdeild karla
  • úrvalsdeild kvenna
  • 1. deild karla
  • 1. deild kvenna
  • bikarkeppni meistaraflokka

Drög fyrrgreindra deilda lokast 1. júlí og staðfest leikjadagskrá verður gefin út fyrir 5. júlí.
 
fyrir 15. júní (skráning opnar 2. júní):

  • 2. deild karla
  • ungmennaflokkur karla
  • ungmennaflokkur kvenna
  • 12. flokkur karla
  • 12. flokkur kvenna
  • 11. flokkur karla
  • 11. flokkur kvenna
  • 10. flokkur drengja
  • 10. flokkur stúlkna
  • 9. flokkur drengja
  • 9. flokkur stúlkna
  • bikarkeppni yngri flokka

Drög fyrrgreindra deilda lokast 10. ágúst og staðfest leikjadagskrá verður gefin út 15. ágúst.
 
fyrir 5. september (skráning opnar 23. ágúst)

  • 3. deild karla

Skráning í minnibolta 10 ára, minnibolta 11 ára, 7. og 8. flokk verður auglýst sérstaklega fyrir hverja umferð. Skráning í 2. deild kvenna og 4. deild karla verður auglýst sérstaklega.