20 maí 2022

Um helgina er komið að fyrri æfingahelgi hinna árlegu ÚRVALSBÚÐA KKÍ sem að þessu sinni eru styrkt af SUBWAY.

Þá eru það ungir leikmenn í MB10, MB11 og 7. flokki frá í vetur (árgangar 2011-2010-2009) sem mæta og æfa undir handleiðslu reyndra þjálfara.
Það eru þjálfarar félaganna sem tilnefna sína leikmenn úr sínum árgöngum og hefur KKÍ sent þeim og foreldrum boð á tölvupósti og í gegnum Sportabler nú þegar. 

Hóparnir æfa í tvískiptum hlutum, elsta árið sér og yngri tvö saman, en strákar og stelpur hver árgangur á sínum tímum.
Allar nánari tímasetningar og upplýsingar er að finna hér á kki.is

2009: stelpur og strákar: Dalhús - íþróttahús Fjölnis Grafarvogi
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 
2010: stelpur og strákar:  Íþróttahús Grindavíkur
2011: stelpur og strákar:  Íþróttahús Grindavíkur

Karl Ágúst Hannibalsson er yfirþjálfari 2009 árgangsins og Ingi Þór Steinþórsson er yfirþjálfari hjá tveim yngri árunum.

Úrvalsbúðirnar hafa verið mjög vinsælar á undanförnum árum og mikil ánægja meðal þeirra yngstu að taka þátt í þeim ár hvert.