6 apr. 2022

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 68/2021-2022

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Vals gegn Breiðablik, sem fram fór þann 27 mars 2022.

Agamál 69/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hin kærða, Aliyah Daija Mazyck, leikmaður Fjölnis, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fjölni gegn Val, sem fram fór þann 30 mars 2020.

Agamál 70/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, David Gabrovsek, leikmaður Stjörnunar, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, sem fram fór þann 31 mars 2022.

Agamál 71/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Þorleifur Ingólfsson, leikmaður Vestra, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Vestra gegn ÍR, sem fram fór þann 31 mars 2022.