20 ágú. 2021Dregið var nú rétt í þessu í riðla fyrir undankepni EM, EuroBasket Womens 2023 hjá landsliðum kvenna. 
Alls voru 38 lið skráðu sig til leiks að þessu sinni sem er metskráning hjá kvennalandsliðinum. 

Vonir standa til að leikið verði heima og að heiman en ekki í sóttvarnarbubblum eins og hefur verið að undanförnu í landsliðsgluggum og er lagt upp með þá áætlun hjá FIBA fyrir nóvember.

Ísland var í 8. styrkleikaflokki og var dregið í riðla þar sem Ísland var átti möguleika á að lenda með liðum úr styrkleikaflokkum 1, 4 og 5.
 
Ísland lenti með eftirfarandi liðum í riðli, en um spennandi mótherja er að ræða þar sem til dæmis Spánn lék á lokamóti EM nú í sumar (Spánn lenti í 7. sæti á mótinu) og við höfum mætt liði Ungverja nokkrum sinnum áður í fyrri undankeppnum og hafa þær telft fram sterkum liðum. Rúmenía er nýr mótherji sem gaman verður að mæta í keppninni.

C-riðill:
1. Spánn
4. Ungverjaland
5. Rúmenía
8. Ísland

Leikið verður í þrem gluggum sem dagsettir eru í 7.-15. nóvember 2021 og svo næst í nóvember 2022 og febrúar 2023.