16 ágú. 2021

Í kvöld mætast öðru sinni Ísland og Svartfjallaland í forkeppni HM 2023 sem fram fer í Podgorica. Leikurinn verður í beinni á RÚV2. 

Eftir tvo leiki er Ísland með einn sigur og eitt tap. Tveir leikir eru eftir, í kvöld gegn heimamönnum og svo á morgun aftur gegn Danmörku. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram.

Lið Íslands verður þannig skipað í kvöld en Craig Pedersen gerir eina breytingu frá leiknum föstudaginn en Davíð Arnar kemur inn fyrir Ragnar Örn.

Nafn, félag · landsleikir
- - - - - - - - - - - - - - - - -
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 3
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 54
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 90
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 20
Kristinn Pálsson, Grindavík · 21
Kristófer Acox, Valur · 42 
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 44
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 53
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 18
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 45
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 12
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 68

Hilmar Smári Henningsson og Ragnar Örn Bragason munu hvíla í dag.

🇮🇸 ÍSLAND · 🇲🇪 SVARTFJALLALAND
🏀 Landslið karla í körfuknattleik
🏆 Forkeppni HM 2023
⏰ 18:00 í kvöld
📺 Bein útsending á RÚV2

➡️ Sjá tölfræðitengil á forsíðu kki.is


#korfubolti