27 júl. 2021Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá.

Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. 

Fyrst mun liðið halda út í dag í stutta æfingaferð til Eistlands og leika tvo leiki gegn heimamönnum miðvikudag og fimmtudag.

Allir leikmenn sem fengu boð í æfingahópinn í upphafi voru eftirtaldir:
Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA
Dagur Kár Jósson, Grindavík
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þ.
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgía
Gunnar Ólafsson, Stjarnan
Hákon Örn Hjálmarsson, USA
Halldór Garðar Hermannsson, Þór Þ.
Haukur Helgi Pálsson Briem, Morabanc Andorra, Spánn
Hilmar Pétursson, Haukar
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan
Hjálmar Stefánsson, Valur
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Jón Axel Guðmundsson, Fraport Skyliners, Þýskaland
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn
Kristinn Pálsson, Grindavík
Kristófer Acox, Valur
Martin Hermannsson, Valencia, Spánn
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Ragnar Örn Bragason, Þór Þ.
Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll
Sigvaldi Eggertsson, ÍR
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ.
Tómas Hilmarsson, Stjarnan
Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn
Valur Orri Valsson, Keflavík
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan

Þeir sem gáfu ekki kost á sér að þessu sinni voru:
Breki Gylfason, Haukar, Brynjar Þór Björnsson, KR, Collin Pryor, ÍR Ingvi Þór Guðmundsson, Þór Ak., Matthías Orri Sigurðarson, KR, Pavel Ermolinskij, Valur, Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Haukar og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Tindastóll.

Craig Pedersen hefur valið 14 manna hóp sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi miðvikudag og fimmtudag og ferðast hópurinn út í dag til Eistlands. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina ágúst en eftirtaldir leikmenn skipa liðið í vináttlandsleikjunum tveim:

Nafn, félag · landsleikir
Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50
Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16
Kristinn Pálsson, Grindavík · 17
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40
Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64

Þjálfarar og starfsmenn liðsins:
Craig Pedersen · Þjálfari
Baldur Þór Ragnarsson · Aðstoðarþjálfari
Hjalti Þór Vilhjálmsson · Aðstoðarþjálfari
Valdimar Halldórsson · Sjúkraþjálfari
Hannes S. Jónsson · Fararstjóri
Kristinn Geir Pálsson · Liðsstjóri
Jón Bender · Sóttvarnarfulltrúi