13 maí 2021

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. 

Agamál 47/2020-2021

Hið kærða lið, Álftanes, sætir áminningu og skal greiða sekt til Körfuknattleikssambands Íslands að fjárhæð kr. 50.000 vegna háttsemi áhorfanda liðsins í leik Álftaness og Sindra í Íslandsmóti 1. deildar meistaraflokks karla sem leikinn var 26. apríl 2021.

Úrskurð má lesa í heild sinni hér

Agamál 48/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Þorbergur Ólafsson, leikmaður Leiknis Reykjavík, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Leiknis Reykjavík gegn KV, sem fram fór þann 02. Maí 2021.

Agamál 49/2020-2021

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunar gegn KR, sem fram fór þann 06. Maí 2021.

Agamál 50/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Dedrick Deon Basile, leikmaður Þórs Akureyrar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar gegn Þórs Akureyri, sem fram fór þann 07. Maí 2021.