25 mar. 2021

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar. 

Agamál 36/2020-2021

Aga- og úrskurðarnefnd barst atvikaskýrsla þann 15. mars 2021 vegna leiks Grindavíkur og Þórs Þorlákshafnar í Domino's deild mfl. karla, sem leikinn var þann 11. mars 2021, vegna brottvísunar í kjölfar tveggja óíþróttamannslegra villa sem veittar voru hinum kærða, Davíðs Ágústssonar, leikmanns Þórs Þorlákshafnar. Með vísan til ákvæðis 4. mgr. 8. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd er málinu vísað frá þar sem atvikaskýrsla barst of seint. 

Agamál 37/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hin kærða, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Val, sem fram fór þann 17.mars 2021.

Agamál 38/2020-2021

Hinn kærði leikmaður, Adomas Drungilas, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar í Domino‘s deild mfl. kk. sem leikinn var þann 18. mars 2021.

Úrskurð má lesa í heild sinni hér

Agamál 39/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Óli Gestsson, leikmaður Hamars, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnir b gegn Hamar, sem fram fór þann 20. Mars 2021.

Agamál 40/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sigurður Hjaltason, leikmaður Hamars, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnir b gegn Hamar, sem fram fór þann 20. Mars 2021.