17 okt. 1999Nú er nýlokið leik Skallagríms og KFÍ í EPSON-deildinni í Borgarnesi. Leiknum lauk með sigri KFÍ 129-132 eftir fjórar framlengingar. Aldrei áður hefur leik í úrvalsdeildinni verið framlengt jafn oft, en nú er leikið í 21. sinn í úrvalsdeild. Áður hafði leik einu sinni verið framlengt þrisvar. Það var fyrir 11 árum og einum degi, 16. október 1988 er leik Tindastóls og Hauka á Sauðárkróki lyktaði með sigri Hauka 134-141. Það er mesti skorleikur í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld fylgir þar fast á eftir í fjölda heildarstiga. Ekki er algengt að leikjum hafi verið framlengt oftar en einu sinni. Auk þríframlengda leiksins á Sauðárkróki hefur leikjum tíu sinnum verið framlengt tvívegis á 20 árum.