Makedonia er eitt af fyrrum ríkjum Júgoslavíu og þar ríkir mikil hefð fyrir körfuknattleik. Þeim hefur gengið vel sl. ár og komust þeir í úrslitakeppnina sem fram fór í Frakklandi sumarið 1999. Eins og staðan er í riðlinum í dag eru Makedónímenn í hörkukeppni við Úkraníumenn um að fylgja Slóvenum upp úr riðlinum. Þetta gerir það að verkum að þeir líta þennan leik mjög alvarlegum augum og koma með sterkt lið til leiks. Lið Makedóníu er skipað mörgum góðum leikmönnum sem hafa leikið með mörgum af þekktari liðum Evrópu. Bakverðir þeirra eru sérlega öflugir og taka blaðamenn í Makedóníu svo sterkt til orða að þeir séu með bestu bakverði í Evrópu!! Eftir að hafa leikið gegn þeim einu sinni þá sáum við að það er ekki fjarri lagi. Þeirra þekktustu og langbestu leikmenn eru: Petar Naumoski 32 ára Bakvörður 195cm Leikur með Benetton Treviso á Ítalíu. Þessi leikmaður er goðsögn í Makedóníu og víðar þar sem hann hefur leikið. Petar Naumoski er að skora um 16 stig á leik með landsliðinu. Hann hefur m.a. leikið á ítalíu og Tyrklandi við mjög góðan orðstí. Þetta er leikmaður sem er einkar klár leikmaður. Hann hreyfir sig vel og finnur staði sem hann fær boltann óáreittur, og hann er frábær skotmaður utan af velli. Þetta er leikmaður sem vert er að gefa gaum. Vrbica Stefanov 27 ára Bakvörður 183 cm. Leikur með AEK Athenu í Grikklandi. Þessi leikmaður lék okkur grátt í fyrri leiknum. Stefanov skorar 22 stig á leik með landsliðinu. Hann er gríðarlega fljótur og með mjög góða boltameðferð. Stefanov stjórnar leik Makedóníumanna eins og herforingi, hann keyrir mjög gjarnan inn í vörnina og finnur svo fríu mennina í kring. Verður gaman að sjá snerpu þessa stráks í samanburði við t.d. snerpu Loga og Jóns Arnórs. Dusan Bocevski 27 ára Fram / Miðvörður 205 cm. Leikur með Monpellier í Frakklandi. Þetta er góður leikmaður og gerir mikið fyrir liðið. Hann er sá leikmaður sem tekur flest fráköst í liði Makedóníu auk þess að skora um 10 stig á leik. Dejan Jovanovski 27 ára Bakvörður. Leikur með Lugano frá Sviss. Hann skorar um 10 stig á leik með landsliðinu.