27 maí 2020

Á stjórnarfundi KKÍ síðasta mánudag, 25. maí, var tekin ákvörðun um að skipa nefnd sem á að skoða núverandi keppnisumhverfi 16 ára og eldri og koma með tillögur að því hvernig megi bæta það. Stefnt er að því að tillögur verði tilbúnar til kynningar vel tímanlega fyrir þing sambandsins í mars á næsta ári.
 
Nefndin er þannig skipuð:
Birna Lárusdóttir, stjórn KKÍ og formaður fræðslunefndar verður formaður nefndarinnar
Lárus Blöndal, ritari stjórnar KKÍ og formaður mótanefndar
Herbert Arnarson, stjórn KKÍ og formaður afreksnefndar
Finnur Freyr Stefánsson, yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ
Stefán Þór Borgþórsson, fyrrum mótastjóri KKÍ
 
Starfsmaður nefndarinnar verður Snorri Örn Arnaldsson mótastjóri. 
 
Nefndin skal hafa eftirfarandi þætti í huga:

  • að sem flestir hafi sitt tímabil
  • að leikjafjöldi verði ekki of mikill
  • að tímabilið komist fyrir án þess að það skarist um of við aðliggjandi flokka
  • að keppnisumhverfið sé aðlaðandi fyrir sem flesta og þá sérstaklega þá sem hafa ekki þegar unnið sér sess í meistaraflokki
  • að einstaklingar sem eru "late bloomers" hafi tækifæri til þróunar í góðu umhverfi