24 apr. 2020

KKÍ hefur sett í gang stuttar þrautakeppnir með körfubolta sem allir áhugasamir geta tekið þátt í heima. Fjórar keppnir eru á döfunni og nú er þeirri fyrstu lokið og komið að keppni númer tvö: 

· Boltaspuni – spinna bolta hvernig sem þú getur gert það eins lengi og þú getur.
· Skæri – dripla bolta eins oft og þú getur milli fóta á 30 sek.
· Dripl-dans – tveir eða fleiri saman að dripla í takt við tónlist
· Brelluskot – skora körfu með því að nota umhverfið (eða setja upp umhverfið)


Keppni 2 er nú hafin og er hún íslandsmót KKÍ í SKÆRUM!

Um keppnina:
KKÍ stendur fyrir Íslandsmóti í drippl-skærum (cross-over). 
Markmiðið er að ná sem flestum endurtekningum á 30 sekúndum og birta það í vídeói á Instagram. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig heldur skila þeir sem vilja taka þátt vídeói af sér dripla bolta milli fóta sér eins oft og þeir geta á 30 sek. og merkja KKÍ í færsluna.

Aldursflokkar:
Keppt verður í fullorðinsflokki U17+ (2003 og eldri), U16 (2004-2007) og U12 (2008 og yngri). 
Gæta þarf að því að taka fram í hvaða aldursflokki viðkomandi er að keppa.

Skil:
Síðasti skiladagur vídeóa er til og með föstudagsins 1. maí 2020.
Ef fleiri en einn ná að klára tímann verður dregið um sigurvegara úr bestu innsendu þátttökutilraununum.

Verðlaun:
Veitt verða aukaverðlaun fyrir uppfinningasemi og sköpunargleði. Í fyrstu verðlaun eru titillinn Íslandsmeistari í Skæradrippli KKÍ 2020, pizzaveislur frá Domino's og bolti frá Molten.


Hvernig tekur þú þátt í Þrautakeppni KKÍ · SKÆRI

1: Taktu upp þína tilraun á vídeó á síma
2: Deildu myndbandinu með okkur á Instagram*
3: Taktu fram aldursflokk (U17+, U16, U12) og merktu með #skæri og #korfubolti og merktu svo KKÍ í færsluna með @kkikarfa

*Athugið að hafa Instagram-reikninginn „opin“ svo hægt sé að sjá vídeóið.