17 mar. 2020
Það geta allir æft sig heima á meðan æfinga liggja niðri og það eina sem þarf er körfubolti

Driplið eru tækniæfingar ætlaðar krökkum á aldrinum 9-11 ára en æfingunum er ætlað að auka tæknilega færni og áhuga barna á tækniæfingum. Allir geta tekið þátt og hvetur KKÍ foreldra til að taka þátt með sínum börnum.

Til þess að fá sem flesta til að taka þátt á öllum aldri þá ætlar KKÍ að setja af stað leik á samfélagsmiðlinum Instagram með því að krakkar jafnt sem fullorðnir setji inn myndband af sér eða öðrum að gera tækniæfingar frá Driplinu undir merkjunum #driplid og #korfubolti þegar myndir eru settar inn. Fullorðnir geta sett inn myndböndin fyrir sín börn sem eru undir aldri samkvæmt reglum samfélagsmiðla. Leikurinn mun hefjast á Instagram á morgun miðvikudag og mun 3-5 einstaklingar verða dregnir út á hverju degi næstu daga og fá þá meðal annars gjafabréf frá Domino's, íþróttadrykkinn Gatorade frá Ölgerðinni, körfubolta og fleira skemmtilegt.

Æfingum er skipt upp í þrjá liti, einn fyrir hvern aldur. Hver litur inniheldur 17 æfingar sem sýndar eru í 7 myndböndum. Æfingarnar eru settar upp þannig að iðkandi á að geta æft sig hvar sem er, jafnt inni sem úti, einn eða með fleirum.

Heimasíða KKÍ: kki.is/driplid



(muna að nota #driplid og #korfubolti)