20 feb. 2020Íslenska landsliðið lék í kvöld sinn fyrsta leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 í Pristina í Kósovó. Heimamenn hófu leikin af krafti og náðu mest 12 stiga forskoti. Okkar strákar komu til baka og var staðan 35:34 í hálfleik fyrir Kósovó.

Í seinni hálfleik gekk íslenska liðinu betur í vörn og sókn í annars jöfnum leik. Í stöðunni 62:62 þegar um fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum náðu heimamenn að skora 9 stig í röð. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö stig en heimamenn svöruðu áhlaupi okkar stráka jafn harðan á móti. Lokastaðan 80:78 fyrir Kósovó.

Liðin mætast aftur í Laugardalshöllinni í nóvember 2020.


Stigahæstir í liði Íslands var Kári Jónsson sem var með 21 stig og 5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson var með 20 stig og 4 fráköst og Tryggvi Snær Hlinason var með 16 stig og 14 fráköst.

#korfubolti