12 feb. 2020

Viðureign Tindastóls og Stjörnunnar var seinni undanúrslitaviðureign kvöldsins en fyrr um kvöldið tryggði Grindavík sér sæti í úrslitum.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og voru bæði lið að spila flottan körfubolta. Liðin eltu hvorn annan eins og skugga og mátti búast við spennandi leik fram í lokin en í hálfleik munaði aðeins tveim stigum og leiddu Stjörnumenn 43-45.

Stjörnumenn tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrðu yfir norðanmenn og unnu öruggan og afgerandi sigur 70-98.

Stigahæstur hjá Stjörnunni var Nikolas Tomsick með 27 stig og hjá Tindastól var Jaka Brodnik stigahæstur með 16 stig.

Þar með er ljóst að það verður Grindavík og Stjarnan sem leika til úrslita kl. 13:30 á laugardag.

Tölfræði leiksins.