29 jan. 2020

 

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Úrskurður nr. 45/2019-2020.

Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Evan Christopher Singletary, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Þórs Akureyri í Dominos deild karla, sem leikinn var 21. janúar 2020.

Úrskurður nr. 46/2019-2020

Með vísan til ákvæðis c. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sigurður Dagur Hjaltason, leikmaður Fsu, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis og Fsu í Bikarkeppni KKÍ, drengjaflokki sem leikinn var 15. janúar 2020.

Úrskurður nr. 44/2019-2020.

Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Rui Costa, þjálfari Fsu, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fsu og Keflavíkur í Íslandsmóti KKÍ, drengjaflokki sem leikinn var 21. janúar 2020.