21 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Agamál 19/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Jón Hrafn Baldvinsson, leikmaður Skallagríms, hljóta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Hamars í 1. deild karla mfl. sem leikinn var þann 13. nóvember 2019.

Agamál 20/2019-2020
Með vísan til ákvæðis c. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. einnig 4. mgr. 6. gr. sömu reglugerðar, skal hinn kærði, Dominykas Milka, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og KR í Dominos deild mfl. kk. sem fram fór þann 15. nóvember 2019. Það er tekið fram að greinargerð barst frá Keflavík og var hún tekin til skoðunar áður en málið var tekið til úrskurðar.

Agamál 21/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Ríkarður Eyberg Árnason, leikmaður Stjörnunnar B, hljóta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hrunamanna og Stjörnunnar B í bikarkeppni 10. fl. drengja sem leikinn var þann 13. nóvember 2019.

Agamál 22/2019-2020
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Nebojsa Knezevic, leikmaður Vestra, hljóta eins leiks leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Álftaness og Vestra í 1. deild mfl. karla sem leikinn var þann 17. nóvember.

Agamál 23/2019-2020
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Hrafn Kristjánsson, þjálfari Álftaness, hljóta eins leiks leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Álftaness og Vestra í 1. deild mfl. karla sem leikinn var þann 17. nóvember.