6 nóv. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni höfðu borist til úrlausnar. Úrskurðirnir eru sem hér segir. 

Agamál 10/2019-2020
Hinn kærði, Mantas Virbalas, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn ÍR í Dominos deild mfl. kk. sem leikinn var þann 25. október 2019.
Allan úrskurðinn má lesa hér.

Agamál 11/2019-2020
Hinn kærði, Daði Berg Grétarsson, skal sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn ÍR í Dominos deild mfl. kk. sem leikinn var þann 25. október 2019.
Allan úrskurðinn má lesa hér.

Agamál 13/2019-2020
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Andri Hrannar Magnússon, leikmaður Hattar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hattar og KR í bikarkeppni dr.fl. karla sem leikinn var þann 27. október 2019.

Agamál 16/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Magnús Ari Björnsson, leikmaður ÍR, hljóta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Tindastóls í Íslandsmóti dr.fl. karla sem leikinn var þann 3. nóvember 2019.

Agamál 17/2019-2020
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Örvar Freyr Harðarson, leikmaður Tindastóls, hljóta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Tindastóls í Íslandsmóti dr.fl. karla sem leikinn var þann 3. nóvember 2019.