3 okt. 2019

Líkt og á síðasta tímabili verða aðgöngukort KKÍ gefin út rafrænt í Síminn Pay smáforritinu. Síminn Pay appið er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play store fyrir iOS og Android tæki.

Þar geta korthafar sem eiga aðgöngukort á þessu tímabili skráð sig inn með kennitölu og þá birtist kortið þeirra undir „vildarkort“ inni í forritinu. Það kort verða handhafar að sýna á leikvöllum í vetur til að fá aðgang. Hægt er sækja miða undir „miðakaup“ fyrir leik og virkja á leikstað.

Líkt og áður fá þeir sem eru með kort fyrir tvo tvo frímiða á hvern leik sem þeira fara á og þeir sem eru með kort fyrir einn fá einn frímiða á þann leik sem þeir fara á. Eingöngu handhafi kortsins má nota sitt kort hverju sinni.

Leikmenn í Domino's deildum og 1. deildum:
Leikmenn í Domino’s deildum fá eingöngu aðganga að deildarleikjum í Domino’s deildum fyrir sjálfa sig sem og 1. deildar leikmenn fyrir sig eingöngu inn á deildarleiki í 1. deildunum. Leikmannakort gilda ekki á bikarleiki, landsleiki og leiki í úrslitakeppnum.



#korfubolti