1 okt. 2019

Sunnudaginn 29. september varð Keflavík, Íþrótta-og Ungmennafélag, 90 ára og hélt að því tilefni afmælishóf í Íþróttahúsi sínu Blue-höllinni að Sunnubraut.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, mættu í afmælið, óskuðu félaginu til hamingju með áfangann og ræddu hversu stóran og og mikilvægan þátt Keflavík hefur átt í íslenskum körfbolta nánast frá upphafi körfunnar hér á landi. Einnig þökkuðu þau öllum þeim fjölmörgu einstaklingum hafa starfað fyrir félagið fyrir þeirra mikilvæga þátt í sjálfboðaliðastarfi körfuboltans sem og fyrir bæjarfélagið, starf sjálfboðaliðans verður seint eða aldrei metið til fjár en hverju félagi er mikilvægt að hafa öflugt fólk sem sinnir sínu starfi félagi sínu og bæjarfélagi til heilla.

Í tilefni afmælisins heiðruðu þau Hannes og Guðbjörg nokkra einstaklinga fyrir mikil og góð störf fyrir körfuboltann og hlutu eftirtaldir heiðursmerki:

Gullmerki KKÍ
Björg Hafsteinsdóttir og Kristinn Óskarsson

Silfurmerki KKÍ:
Einar Hannesson, Einar Skaftason, Rúnar Georgsson og Sigurður Ingimundarson

Myndir: Víkurfréttir vf.is

#korfubolti