4 sep. 2019

Nú er lokið enn einu stóra landsliðsumri KKÍ en í sumar voru Úrvals- og Afreksbúðir fyrir yngstu iðkendurnar að venju haldnar á tveimur helgum hvor um sig þar sem rúmlega 850 leikmenn voru boðaðir og svo voru æfingar og mót hjá landsliðum drengja og stúlkna í U15, U16, U18 og U20 í sumar.

Alls voru leiknir 99 landsleikir á árinu hjá landsliðum KKÍ, þar af 84 hjá yngri liðunum.

U15 fór á alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn, U20 á EM FIBA og svo fóru U16 og U18 liðin fyrst á Norðurlandamótið í Finnlandi að venju og í kjölfarið á sín EM mót FIBA.

Niðurstaða móta yngri liða KKÍ og fjöldi þátttakenda í hverju verkefni var eftirfarandi árið 2019:

U15 ára
4 lið skipuð 9 leikmönnum hvert, tvö lið drengja og tvö lið stúlkna, og því 18 leikmenn alls hjá hvoru kyni. 
38 leikmenn, 4 þjálfarar, sjúkraþjálfari, 2 dómarar og yfirþjálfari = 46 aðilar

NM U16 og U18 ára liðin
U16 drengja og U18 drengja höfnuðu í 3. sæti, U16 stúlkna í 4. sæti og U18 stúlkna í 5. sæti.
49 leikmenn (13 U18 stúlkna í ár), 11 þjálfarar, 5 dómarar, 2 sjukraþjálfarar, dómaraþjálfari,  yfirþjálfari, 2 karfan.is = 71 aðilar

U20 karla EM · B-deild 
7. sæti af 21 þjóð og 23. sæti  í heildina af 37 þjóðum (16 í A-deild og 21 í B-deild) 
12 leikmenn, 3 þjálfarar, 1 sjúkarþjálfari, 1 dómari (erlendur) = 17 aðilar

U20 kvenna EM · B-deild 
10. sæti af 12 þjóðum og 26. sæti í heildina af af 28 þjóðum (16 í A-deild og 12 í B-deild)  
12 leikmenn, 3 þjálfarar, 1 sjúkarþjálfari, 1 dómari (erlendur) = 17 aðilar

U18 stúlkur EM · B-deild
15. sæti 23 þjóðum og 31 sæti í heildina af 46 þjóðum (16 í A-deild, 23 í B-deild og 7 í C-deild) 
12 leikmenn, 3 þjálfarar, 1 sjúkarþjálfari, 1 dómari (erlendur) = 17 aðilar

U18 drengir EM · B-deild
11. sæti af 24 þjóðum og 27 sæti í heildina af 49 þjóðum (16 í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild) 
12 leikmenn, 3 þjálfarar, 1 sjúkarþjálfari, 1 dómari (erlendur) = 17 aðilar

U16 drengir B-deild
15. sæti af 24 þjóðum og 31. sæti í heildina af 49 þjóðum.
(16 í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild) 
12 leikmenn, 3 þjálfarar, 1 sjúkarþjálfari, 1 dómari = 17 aðilar

U16 stúlkur B-deild

21. sæti af 23. þjóðum en 46 þjóðir taka þátt í sumar. (16 þjóðir í A-deild, 23 í B-deild og 7 í C-deild).
12 leikmenn, 3 þjálfarar, 1 sjúkarþjálfari, 1 dómari (erlendur) = 17 aðilar

#korfubolti