7 ágú. 2019

Skráningu í þessi mót lýkur 15. ágúst næstkomandi, því þarf að hafa hraðar hendur við skráningu í 2. og 3. deild karla. Einnig stendur yfir skráning í Geysis bikarkeppni KKÍ fyrir þau félög sem hyggja á þátttöku í áðurnefndum deildum.

Þau félög sem hafa hug á að taka þátt í deildunum en vantar aðgang að skráningarkerfi KKÍ geta sent póst á kki@kki.is til að fá frekari upplýsingar.