7 ágú. 2019Í dag er komið að fyrsta leik landsliðs karla í lokaumferð forkeppninnar að sjálfri undankeppni EuroBasket 2021.

Landslið karla mætir Portúgal í dag kl. 17:30 í Sines í Portúgal. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2 og lifandi tölfræði er að finna á heimsíðu keppninnar: 
http://www.fiba.basketball/eurobasket/2021/pre-qualifiers

Næst á Ísland tvo heimaleiki, laugardagana 10. og 17. ágúst í Höllinni. Miðasala á leikina tvo er hafin á www.tix.is og hvetjur KKÍ stuðningsmenn til að fjölmenna og styðja við bakið á liðinu í heimaleikjunum.

Íslenska liðið er þannig skipað í dag:
Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (Nýliði)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (14)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (42)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (125)
Hördur Axel Vilhjálmsson · Keflavík (78)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (7)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (12)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (65)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (32)
Pavel Ermolinskij · KR (69)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragosa, Spánn (33)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (57)


#korfubolti