5 ágú. 2019Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið þá 12 leikmenn sem mæta Portúgal ytra á miðvikudaginn kemur þann 7. ágúst í bænum Sines.

Íslenska liðið hélt út í gærmorgun og ferðaðist til Portúgals og undirbýr sig núna fyrir komandi leik.. Þetta verður fyrsti leikurinn í þessari þriðju og síðustu umferð forkeppninnar að undankeppni EM 2021. Ísland leikur í riðli með Portúgal og Sviss en það lið sem sigrar riðilinn kemst í undankeppnina sjálfa sem fram fer næstu tvo tímabil. 

Sviss og Portúgal áttust við á laugardaginn í fyrsta leik riðilsins þar sem Sviss sigraði á heimavelli 77:72.

Bein útsending verður frá leiknum á RÚV2 kl. 17:30 á miðvikudaginn (18:30 í Portúgal) og lifandi tölfræði/netútsending er á sínum stað á heimasíðu keppninnar: fiba.basketball/eurobasket/2021/pre-qualifiers

Þeir leikmenn sem skipa liðið gegn Portúgal á miðvikudaginn eru:

Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (Nýliði)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (14)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (42)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (125)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (78)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (7)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (12)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (65)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (32)
Pavel Ermolinskij · KR (69)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragosa, Spánn (33)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (57)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Halldór Fannar Júlíusson
Fararstjóri: Herbert Arnarson
Liðsstjóri: Kristinn Geir Pálsson
 
#korfubolti