24 júl. 2019Um síðastliðna helgi lauk 3. ári FECC þjálfaramenntunarhlutans þetta sumarið þar sem tveir íslenskir þjálfarar, þau Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason, luku sínu námi og útskrifustu með þjálfaragráðu FIBA (FIBA Europe Coaching Certificate).

Námið var í þremur lotum, og hjá þeim tveim fór það fram síðastliðin tvö sumur í Svartfjallalandi og Lettlandi og svo núna í sumar í Ísrael.

Um er að ræða mjög metnaðarfullt nám sem íslenskir þjálfarar sækja um til KKÍ en á hverju ári fær sambandið eitt til tvö sæti úthlutað. Stífar kröfur eru gerðar í hverri lotu um ýmis verkefni, bókleg og verkleg en mjög færir þjálfarar og fyrirlesarar taka þátt frá FIBA og kenna í prógramminu.

Þau Margrét og Sævaldur eru komin í hóp fárra íslenskra þjálfara sem klárað hafa námið, en aðrir þjálfarar eru þeir Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er fyrst íslenskra kvenna til þess að klára námið sem er mjög ánægjulegt. 

KKÍ óskar Margréti og Sævadi til hamingju með útskriftina.
#korfubolti