22 júl. 2019Strákarnir í U20 landsliði karla luku leik í gær á EM 2019 sem fram fór í Portúgal. Strákarnir léku um 7. sætið gegn Georgíu og höfðu sigur 94:90 eftir spennandi og jafnan leik. 

Strákarnir voru í öðru sæti síns riðils á eftir Rússlandi og léku því um sæti 1-8 á mótinu. Í undanúrslitum höfðu Tékkar betur og því var næst leikið um sæti 5-8 gegn Hollandi þar sem Holland sigraði og lokaleikurinn því um 7. sætið eins og áður segir gegn Georgímönnum.

Þar með var ljóst að Ísland hafnaði efst norðurlandaþjóðanna á mótinu í B-deildinni, fyrir ofan Svíþjóð og Finnland, sem og Eistland en Eistar leika með okkur á NM-yngri liða ár hvert.

Hilmar Pétursson, Breiðablik, og Hilmar Smári Henningsson, Haukum, leiddu í helstu tölfræðiþáttum íslenska liðsins á mótinu. Hilmar Smári skoraði 18.7 stig að meðaltali og Hilmar Pétursson 13.3 stig. Hilmar Pétursson tók 6.1 frákast í leik og Hilmar Smári 5.9. Hilmar Pétursson gaf 6.6 stoðsendingar í leik og Hilmar Smári var næst stoðsendingahæstur með 2.3. Bjarni Jónsson var svo þriðji í stigum skoruðum, fráköstum og stoðsendingum með 11.9 stig, 5.9 fráköst og 1.9 stoðsendingu í leik.

Lokastaða mótsins var sú að Portúgal og Tékkland léku til úrslita þar sem Portúgal stóð uppi sem sigurvegari. Í leiknum um þriðja sætið hafði Belgía betur gegn Rússlandi. Þessi þrú lið leika því í A-deild að ári liðnu. 

#korfubolti