15 júl. 2019Íslensku stelpurnar í U18 liðinu luku leik á Evrópumóti U18 ára liða í gær í Makedóníu. Þá léku þær lokaleikinn gegn Eistlandi um 15.-16. sætið á mótinu. Niðurstaðan var góður 76:75 sigur þar sem Ísland skoraði síðustu körfu leiksins þegar rúmlega 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Eistar náðu ekki að svara og sigur staðreynd.

Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst á mótinu með 14.4 stig að meðaltali í leik en hún tók einnig flest fráköst (9.4) og var með hæsta framlagið (15.4). Eygló Kristín Óskarsdóttir var næst hæðst með 8.7 í framlag og tók næst flest fráköst í leik eða 5.0. Anna Ingu Svansdóttir var næst stigahæst með 11.6 stig í leik og Eva Davíðsdóttir var með flestar stoðsendingar eða 2.3 sendingar í leik.

Lokastaða mótsins var sú að Finnar unnu Grikkland í úrslitaleiknum og Tyrkland lagði Svíþjóð í leik um 3. sætið. Þessi þrjú efstu lið fara upp í A-deild að ári en Svíþjóð þarf að sætta sig við 4. sætið og B-deild að ári. Ísland hafnaði sem áður segir í 15. sæti af 23 liðum í B-deildinni en það eru eingöngu 16 þjóðir sem leika í A-deild hverju sinni.