8 júl. 2019Í gær fór fram úrslitaleikurinn á EuroBasket kvenna í Belgrad í Serbíu en Serbía og Lettland héldu mótið í ár sameiginlega. Í úrslitaleiknum mættust ríkjandi meistarar Spánar og Frakkar. Lokatölur 88:66 fyrir Spán.

Þetta var í fyrsta sinn síðan 1991, þegar lið Sovétríkjanna þá, varði síðast titilinn á EM kvenna.

Astou Ndour í liði Spánar var valin best á mótinu að því loknum eða TISSOT MVP. Ásamt henni voru þær Sonja Petrovic frá Sebíu, Sandrine Gruda frá Frakklandi, Marta Xargay frá Spáni og Temi Fabenle frá Bretlandi í úrvalsliði mótsins.

Í leiknum um bronsið sigruðu heimastúlkur frá Serbíu liði Bretlands 81:55 en þetta var fyrsta lokamót Bretlands í kvennakörfunni og komu skemmtilega á óvart í ár.

#korfubolti