25 jún. 2019

Um síðastliða helgi sótti Kristinn Óskarsson árlegt námskeið á vegum FIBA fyrir alþjóðlega vottaða dómaraleiðbeinendur (FIBA Referees Instructors). Þetta þriggja daga námskeiðið var að þessu sinni haldið í Zagreb í Króatíu. Þarna voru samankomnir ríflega 50 dómaraleiðbeinendur frá 45 löndum álfunnar sem munu vera í verkefnum á vegum FIBA í sumar.

Á þessum árlegu námskeiði er farið yfir áherslur FIBA varðandi leikreglur og túlkanir, dómaratækni, líkamsþjálfun og ýmsa aðra þætti tengda starfi dómara.  Þá eru gjarnan fengnir utanaðkomandi fyrirlesarar til að víkka og dýpka þekkingu.  Að þessu sinni komu t.d. markþjálfi, stjórnandi sinfóníuhljómsveitar og þjálfunarstjóri flugmanna hjá Króatíska flugfélaginu á námskeiðið. Einnig er á hverju námskeiði fyrirlestrar frá körfuknattleiksþjálfurum til að dómaraþjálfarar séu upplýstir um nýjustu stefnur og strauma.

Kristinn hefur verið dómaraleiðbeinandi/þjálfari frá árinu 2010 og hefur undanfarin ár tekið þátt sem slíkur í viðburðum á vegum FIBA víðsvegar í Evrópu. Í sumar mun Kristinn starfa við B-deild Evrópukeppi U20 kvenna í Kosóvó.

#korfubolti