3 apr. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.

Agamál nr. 43/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Eyjólfur Unnarsson, leikmaður mfl. Kormáks, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Kormáks gegn Breiðabliki b í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 3.deild, sem leikinn var þann 17. mars 2019. 

Agamál nr. 44/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Matic Macek, leikmaður mfl. Sindra, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Sindra gegn Snæfells í Íslandsmóti meistaraflokks karla, 1.deild, sem leikinn var þann 14. mars 2019.

Agamál nr. 48/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Mikael Máni Möller, leikmaður drengjaflokks UMFN, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Vestra gegn UMFN í Íslandsmóti drengjaflokks karla, 2.deild, sem leikinn var þann 23. mars 2019.

Agamál nr. 49/2018-2019

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði Deividas Valatkevicius , leikmaður mfl. Stálfúlfs, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Stálfúlfs gegn Álftanesi í Íslandsmóti meistaraflokks, 2. deild karla, sem leikinn var þann 24. mars 2019.

Tilvísunarmál nr. 2/2018-2019
Hinn kærði, Borce Illievski, sætir engri refsingu fyrir ummæli sem hann lét falla á samfélagsmiðlinum Twitter þann 21. mars2019. Hægt er að lesa allan dóminn hér.

Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á morgun fimmtudag.