21 mar. 2019Í kvöld er komið að einum af hápunkti íslensks íþróttalífs ár hvert þegar úrslitakeppnir Domino's deildanna fara af stað en í kvöld er komið að upphafinu hjá körlunum. Í kvöld hefjast 8-liða úrslitin með tveimur leikjum, fyrsta leik Njarðvíkur og ÍR og Stjörnunnar og Grindavíkur. 

Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni og sýnir leik Njarðvíkur og ÍR beint. Lifandi tölfræði verður að venju á sínum stað á kki.is frá leikjum kvöldsins.


🍕 Domino's deild karla
🏆 8-liða úrslit
2️⃣ leikir í kvöld 
🗓 Fim. 21. mars
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is
⏰ 19:15

🎪 Ljónagryfjan:
🏀 NJARÐVÍK-ÍR ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport

🎪 Mathús Garðabæjar höllin:
🏀 STJARNAN-GRINDAVÍK

#korfubolti #dominosdeildin