2 jan. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.

Mál nr. 13/2018-2019
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Halldór Steingrímsson, þjálfari Fjölnis b, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis b og ÍR í Íslandsmóti KKÍ, unglingaflokki karla, sem leikinn var 5. desember 2018.

Mál nr. 14/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kristján Rúnarsson, leikmaður Reynis, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stálúlfs og Reynis í Íslandsmóti KKÍ, 2. deild karla, sem leikinn var 9. desember 2018.

Mál nr. 15/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Víkingur Ævar Vignisson, leikmaður Tindastóls, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Tindastóls í bikarkeppni KKÍ, drengjaflokki, sem leikinn var 8.desember 2018.

Mál nr. 17/2018-2019
Hinn kærði, Arnar Guðjónsson, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn KR í Dominos deildar mfl. kk. sem leikinn var þann 9. desember 2018. Hægt er að lesa allan úrskurðinn hér.

Mál nr. 18/2018-2019
Hinn kærði, Aleks Simeonov, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms gegn Val í Dominosdeild mfl. kk. sem leikinn var þann 10. desember 2018. Hægt er að lesa allan úrskurðinn hér.

Mál nr. 20/208-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Nebosja Knezevic, leikmaður Vestra, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Vestra og Selfoss í Íslandsmóti KKÍ, 1. deild karla, sem leikinn var 14. desember 2018.

Mál nr. 21/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Oddur Ólafsson, leikmaður Hamars, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hamars og Stjörnunar, í bikarkeppni KKÍ, mfl. karla, sem leikinn var 16. desember 2018.