29 nóv. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.

Agamál nr. 9/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Arminas Kelmelis, leikmaður Selfoss, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hattar og Selfoss í 1. deild mfl. karla sem leikinn var þann 22. nóvember 2018.

Agamál nr. 10/2018-2019
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hattar og Selfoss í 1. deild mfl. karla sem leikinn var þann 22. nóvember 2018.

Agamál nr. 11/2018-2019
Kæra vegna tveggja óíþróttamannslegra villna sem dæmdar voru á Dovydas Strasunskas, leikmann Hamars, í leik Vestra og Hamars í 1. deild karla mfl., sem leikinn var þann 16. nóvember 2018, barst aga- og úrskurðarnefnd 22. nóvember 2018. Kæran er því of seint fram komin og er henni vísað frá með vísan til 4. mgr. 8. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál.

Úrskurðarnir taka gildi á hádegi í dag.