14 nóv. 2018

Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari dæmir leik Spirou Basket gegn Istanbul BBSK í Euro Cup í kvöld miðvikudag 14. nóvember.  Leikurinn fer fram í Charleroi í Belgíu og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma (19:30 að ísl.tíma). Hægt er að fylgjast með leiknum hér.

Davíð Tómas hefur verið mikið á ferðinni í haust og er þetta sjötti leikurinn sem hann dæmir erlendis þetta keppnistímabilið. Það er óhætt að segja að dómarastarfið sé spennandi starf.