8 nóv. 2018

Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 14 leikmenn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik sem leikur tvo leiki gegn Slóvakíu og Bosníu hér heima í nóvember. 

Í æfingahóp landsliðsins nú eru tveir nýliðar þær Bríet Sif Hinriksdóttir Stjörnunni og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjörnunni, var einnig valin í æfingahópin, en hún er meidd og gefur ekki kost á sér að þessu sinni.

Liðið hefur æfingar eftir helgi og undirbýr sig fyrir síðustu tvo leiki landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019, en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu. 

Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.

Miðasala á leikina tvo er hafin á tix.is:
Ísland-Slóvakía
Ísland-Bosnía

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Leikmaður Félag Staða Hæð F. ár Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell F 177 1992 19
Birna Valgerður Benýsdóttir Keflavík M 185 2000 7
Briet Sif Hinriksdóttir Stjarnan B 174 1996 0
Embla Kristínardóttir Keflavík B 170 1995 14
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur B 180 1992 16
Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell F 176 1990 27
Hallveig Jónsdóttir Valur B 180 1995 12
Helena Sverrisdóttir VBW CEKK Cegléd F 184 1988 68
Hildur Björg Kjartansdóttir Celta de Vigo F 188 1994 23
Ragnheiður Benónísdóttir Stjarnan M 188 1994 4
Sigrún Björg Ólafsdóttir Haukar B 174 2001 0
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur F 181 1988 51
Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik B 175 1995 4
Unnur Tara Jónsdóttir KR F 178 1989 3
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar B 173 1997 8

Þjálfari: Ívar Ásgrímsson · Aðstoðarþjálfari: Hildur Sigurðardóttir
Styrktarþjálfarar: Arnar Sigurjónsson og Bjarki Rúnar Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir

Heimasíða undankeppninnar er hér: www.fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019

#korfubolti