31 okt. 2018

Aga- og úrskurðarnefd tók fyrir þrjú mál á fundi sínum í vikunni. 

Úrskurður nr. 4/2018-2019
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og
úrskurðarmál skal hinn kærði, Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður mfl. ka. hjá Njarðvík B,sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KV og Njarðvík B í 2. deild karla, sem leikinn var þann 21. október 2018

Úrskurður nr. 5/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Daði Lár Jónsson, leikmaður Hauka, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Breiðabliks í Dominos deild karla, sem leikinn var 25. október 2018.

Úrskurður nr. 6/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Aron Orri, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik KR og ÍR í Íslandsmóti í drengjaflokki, sem leikinn var 27. október 2018.