30 sep. 2018Í dag, Sunnudaginn 30. september, fara fram árlegu leikir Meistara meistaranna og marka þeir upphaf tímabilsins 2018-2019 að þessu sinni. Um er að ræða árlega leiki milli íslandsmeistara- og bikarmeistara ársins.

Skv. reglu þá er leikið til skiptis á heimavelli íslandsmeistara karla og kvenna og í ár er komið að íslandsmeisturum karla og fara því leikirnir fram í DHL-höllinni í Vesturbænum á heimavelli íslandsmeistara KR.


Leikirnir verða báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Kl. 17:00 · Íslandsmeistarar Hauka gegn Bikarmeisturum Keflavíkur
Kl. 19:15 · Íslandsmeistarar KR gegn Bikarmeisturum Tindastóls

Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is.

#korfubolti.