28 sep. 2018

Í dag hefst keppni á Íslandsmótinu en þá eru fyrsti leikir vetrarins í unglingaflokki karla, 2. deild karla og 10. flokki drengja.

Á laugardag og sunnudag fara fleiri mót af stað og eru fyrstu fjölliðamót vetrarins að fara af stað. Keppt verður á Íslandsmótinu í 9. flokki stúlkna í Akurskóla í Njarðvík og í Þorlákshöfn ásamt því að Íslandsmótið í mb. 11 ára stelpum og strákum verða í Keflavík og í Schenker-höllinni í Hafnarfirði.

Hægt er að skoða dagskrá helgarinnar á mótavef KKÍ.