25 sep. 2018

ÍF í samstarfi við Hauka hafa sett á fót æfingar fyrir börn með þroskahömlun á alrinum 6-12 ára. Æft verður á sunnudögum í vetur í nýja körfuboltahúsinu á Ásvöllum, Ólafssal, milli kl. 10:00-11:00. 

Þetta er í fyrsta sinn sem skipulagðar æfingar á vegum félags eru haldnar í körfubolta fyrir börn með þroskahömlun á aldrinum 6-12 ára. Þetta frumkvæði varð til fyrir velvilja og áhuga Hauka og er Íþróttasamband Fatlaðra mjög spennt fyrir framvindu mála.

Kristinn Jónasson mun stýra æfingum en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Haukum að undanförnu og hefur þegar sótt námskeið erlendis til þess að undirbúa þessa starfsemi á vegum FIBA. 
 
KKÍ og ÍF hvetja alla til að mæta og prófa körfubolta í góðum félagskap þar sem markmiðið er að hafa gaman og stunda hreyfingu. Facebook-grúppa fyrir verkefnið og upplýsingagjöf er í grúppu á facebook:
facebook.com/groups/2164944373785034/

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Jónasson á netfanginu kristinn.jonasson@gmail.com eða í síma 867-1033.

#korfubolti